Skip to content

Skapandi Skrif

pen_noir

Glæpasamleg áform – Hugmynd verður að veruleika

Námskeið í skapandi skrifum

Höfundur og leiðbeinandi: Stefán Máni
Ertu með hugmynd að skáldsögu? Kvikmyndahandriti? Leikriti? Þá er þetta án efa námskeið fyrir þig.

Tilgangur þessa námskeiðs er að:

– Útskýra hvað það er að skrifa og að vera rithöfundur.
– Fara ofan í saumana á glæpasöguforminu.
– Kenna vinnubrögð, nálganir og það að sigrast á hindrunum.
– Brjóta sköpunarferlið niður í skýrar og viðráðanlegar einingar.
– Skoða mikilvæga þætti eins og söguþráð, persónur og plott.
– Svipta hulunni af leyndardómum skáldsögunnar.
– Koma verðandi höfundi af stað!
– Gefa góð ráð varðandi það að nálgast útgefendur og sækja um styrki.

Tvær útgáfur af námskeiðinu standa þér til boða.

1 – Námskeiðið verður á dagskrá Endurmenntunar Háskóla Íslands.

Allar upplýsingar um það hér: Námskeið / Glæpsamleg áform – hugmynd verður að veruleika

Hjá Endurmenntun stendur námskeiðið yfir í 5 vikur, kennt einu sinni í viku í tvo tíma í senn. Á námskeiðistímanum eru 4 bækur lesnar og farið í heimsókn á lögreglustöðina við Hverfisgötu.

2 – Námskeiðið er einnig kennt í Fjarnámi:

Fjarnámið stendur yfir í 4 vikur. Námskeiðsgjaldið er kr 30.500. Hægt er að greiða gegnum heimabanka eða með Netgíró.

Greiða í gegnum heimabanka

Kt: 441214-0570 / Kölski ehf.
Reikningur: 301-26-5128
Kr: 30.500-
Kvittun send á: contact@stefanmani.is
Námskeiðið hefst fyrsta mánudag eftir að kvittun fyrir greiðslu berst.

Greiða með Netgíró

Kemur bráðlega.

Innifalið í gjaldinu er:

– Ítarlegt námsefni sem þáttakendur fá sent í byrjun hverrar námsskeiðsviku á PDF, samtals um það bil 50 blaðsíður.
– Yfirlestur á allt að 5 blaðsíðum af rituðum texta. Textinn skal vera á Word-skjali. Leturstærð skal ekki vera minni en 12 punktar og línubil ekki minna en 1, 25. Yfirlestur er hvorki gagnrýni né villuleit. Þáttakandi fær stutta og almenna greinargerð um textann þar sem er farið yfir kosti hans og galla.
– Á námskeiðistímanum gefst þáttakanda tækifæri á að spyrja leiðbeinandann út í námsefnið. Samskiptin eru í formi tölvupósta. Þáttakandi má senda allt að 3 tölvupósta á viku. Séu póstarnir fleiri en 3 á viku er þeim ekki svarað. Aðeins spurningum er varða námsefnið er svarað.
– Undirritað viðurkenningarskjal fyrir þáttöku á námskeiðinu, sé þess óskað.

Ef þáttakandi vill fá yfirlestur á lengri texta er hægt að semja um það.
Fyrir spurningar eða frekar upplýsingar um námskeiðið, sendið póst á: contact@stefanmani.is